Monday, November 30, 2009

Walk the line (2005)

Í tilefni þess að tveimur jólaprófum í stærðfræði var lokið og býsna súr helgi afstaðin ákvað ég að hafa smá griðarstund og leggjast yfir mynd. Myndin sem varð fyrir valinu var Walk The Line frá árinu 2005 sem ég var svo sniðugur að gefa pabba mínum í jólagjöf á DVD eitthvert árið. Myndin segir frá lífi söngvarans Johnny Cash sem flestir ættu að kannast við. Jonny Cash er af mörgum talinn einn árhrifamesti tónlistamaður 20. aldarinnar. Hann fékkst mest við sveitamúsík, en lög hans bera einnig keim af mörgum öðrum greinum, svosem rockabilly, blús, gospel o.s.frv. Johnny er frægur fyrir sýna einstaklegu djúpu, en samt fallegu rödd og hann gerði lög á borð við Ring of fire, Folsom prison blues og svo auðvitað Walk the Line, sem myndin heitir augljóslega eftir, ódauðleg.

Joaquin Phoenix leikur Johnny Cash og gerir hann það virkilega sannfærandi. Leikstjórinn James Mangold tók það ekki í mál að láta einhverja aðra syngja lögin fyrir leikarana og þurfi því Joaquin að gera sitt besta til að leika eftir meistaranum Johnny Cash. Þetta gerir hann á svo ótrúlega sannfærandi hátt að það er eiginlega bara ótrúlegt. Reese Witherspoon sem leikur June Carter syngur líka fyrir sinn karakter og gerir það einnig virkilega vel. Reese hlaut óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki, en Joaquin fekk einnig tilnefningu fyrir besta leikara í aðalhlutverki. Þau bæði fengu svo Golden Globe verðlaun fyrir leik sinn auk þess sem myndinn var valin besta „tónlistar“myndin.Myndin halaði inn 190 milljónum dollara og þegar myndin var gefin út á DVD, bæði í einni og tveggja diska útgáfu, seldust þrjár milljónir eintaka fyrsta daginn.

Myndin fjallar um fyrri hluta ævi Johnny Cash, frá því að hann er ungur drengur þangað til hann er orðinn ungur maður, þá þjóðþekktur og mikils metinn. Líkt og við er að búast þá getur líf tónlistamanns ekki gengið í gegn stóráfallalaust. Ungur lendir hann í því að missa bróðir sinn, sem lést í hræðilegu slysi. Bróðirinn var alltaf augasteinn og stolt pabbans. Cash stóð því alltaf í skugga bróður síns og ekki hafði það góð áhrif á samband hans við föður sinn eftir að hann deyr. Tvítugur að aldri gengur hann í flugherinn og fer hann til Þýskalands. Þar unir hann sér ekki vel og finnur tóm í að spila á gítarinn sinn og semja lög. Þarna samdi hann laglínuna við lagið sem seinna varð Folsom prison blues. Hann dvelur ekki lengi í hernum og hættir þar eftir stutta dvöl. Cash fæst nokkuð við tónlistina næstu árin og svo hleypur loks á snærið hjá honum þegar hljómsveit sem hann stofnaði, fær samning. Líf Johnnys færist nú hröðum skrefum í átt til frægðar og ætla ég ekki að fara í gegnum allt það ferli hér í þessu bloggi. Það sem tvinnast í þessu ferli er hins vegar eitulyfjaneysla hans og vesen í kringum það, og samskipti hans við söngkonuna June Carter, sem var hafði verið þjóðþekkt söngkona allt frá því að hún var barnastjarna. Eftir mikinn darraðadans í lífi þeirra beggja enda þau saman og giftast þau, hún var því önnur kona Johnny. Ein af lokasenunum er svo frægu tónleikar sem hann hélt í Folsom fangelsinu en þeir voru teknir upp og gefnir út á sínum tíma.
Þessi mynd gefur okkur góða innsýn inn í fróðlegt líf tónlistamannsins Johnny Cash sem fór ekki alltaf auðveldustu leiðirnar í lífinu. Ég læt hér fylgja senu úr tónleikonum í fangelsinu. Ekki er erfitt að sjá að Joaquin Phoenix er hörku söngvari og frábær eftirherma.

Wednesday, November 25, 2009

2012 (töluvert af spoilerum)

2012 var frumsýnd 13. nóvember hér á landi og er þetta þrijða stórslysamyndin sem Roland Emmerich leikstýrir, en áður hafði hann leikstýrt The day after tomorrow og Independence Day. Við lærðum það í hagfræði að sérhæfing leiði til framfara og það er óhætt að segja að hér séu það orð að sönnu, amk hvað varðar tæknibrellur. Þó að sagan sé ekki ýkja merkileg þá er myndin sjálf algjört augnakonfekt. Það er ótrúlegt að sjá hvernig heilu borgirnar sökkva í „vítiselda“ og frægustu minnismerki og styttur heimsins myljast niður í frumsteindir. Ég hafði nú ekki heyrt neitt gott af þessari mynd en fannst ég samt þurfa að sjá hana, sjónarspilsins vegna og ekki gat ég sætt mig við að horfa á hana í tölvunni á 17“ skjá. Á IMDB hefur myndin fengið einkunnina 6.4 sem mér finnst bara nokkuð nærri lagi þegar allt er tekið inní, þ.e. 10 fyrir tæknibrellur og 2 fyrir sögu og trúverðugleika.

Eins og flestir vita og nafnið gefur til kynna þá fjallar myndin um heimsendinn sem Mayarnir spáðu á sínum tíma. Skv. þeim átti stærsta sólgos í tíma alsheimsins að gera útaf við greyið jörðina. Í myndinni taka höfundarnir fram ýmis „púsluspil“ sem vísindalega eru rétt, t.d. það að segulsvið jarðar ver jörðina fyrir sólvindum sem annars myndu hindra að líf gæti verið hér og nefndar eru fiseindirnar og fjallað um eiginleika þeirra. En svo þegar allt kemur heim og saman þá passa þessi púsluspil ekki saman og það gerir manni mjög erfitt með að horfa á myndina með einhverri innlifun. En svo eru það auðvitað þeir sem vita kannski minna og gleypa við öllu því sem sagt er. Það er einnig mjög skemmtilegt að athuga það að sú jarðfræði sem við höfum verið að læra í vetur, á engan veginn við í myndinni. Jarðhræringarnar þar eru einkennilegar og það sem gerist á milljónum ára í raunveruleikanum gerist á nokkrum dögum í myndinni, þ.e. heimsálfur sökkva, heimálfur og flekar reka og rekast á, nýjar myndast, segulsviðið umpólast og svo frv. Í myndinni lítur út fyrir að allt kraumi undir jarðskorpunni og allt draslið er á fleygiferð, svo eftir nokkrar vikur á örkinni þá er allt orðið styllt undir niðri og þá er hægt að setjast að og byrja upp á nýtt í Afríku. Ég ætla ekki að eyða tíma nér orðum í söguþráðin enda finnst mér ekki mikið til hans koma. Senur þar sem söguhetjurnar er að flýja undan nýmynduðu eldfjalli og eldstróki, jarðsprungum, keyra í gegnum glerbyggingar, fljúga flugvélum eru mjög áberandi. Fannst reyndar gaman að því að sjá að aðal vísindamaðurinn var dökkur á hörund og eldklár.

Myndin er líka dæmigerð hvað varðar það hverjir deyja og deyja ekki. Auðvitað deyr meirihluta jarðarbúa en þeir karakterar í myndinni sem eiga skilið að deyja, fá að deyja að lokum sbr. rússneska auðjöfurinn, aðstoðarmann hans og „kærustu“ þeirra beggja. Á meðan ég var á myndinni áttaði ég mig á einni tengingu við stórmyndina Titanic. Svo þegar leið á myndinni bættust þær við og þá kom þetta allt heim og saman. Það fyrsta er þegar forseti Bandaríkjanna neitar að fara frá löndum sínum og kýs heldur að deyja -> skipstjórinn yfirgefur ekki sökkvandi skip sitt. Annað atriði er þegar svarti jarðfræðingurinn býður föður sínum að koma með í björgunarörkina og fá þannig að lifa hamfarirnar af. Pabbinn kýs frekar að halda sínu striki og vera áfram á skemmtiferðaskipinu sem hann starfaði á sem tónlistamaður. Þetta er jú mjög líkt því þegar hljóðfæraleikararnir á Titanic skipinu héldu áfram að spila hvað sem bjátaði á. Síðasta tengingin er svo þegar fólkið er að hópast í björgunarskipin. Þá kemur í ljós að miðar voru seldir og heldrafólk og milljarðamæringar áttu möguleika að komast af, á meðan almúginn fær að sitja á hakanum og deyja. Þetta er alveg eins og gerðist á Titanic, þar sem ríka fólkið á 1. klassanum fékk forgang í björgunarbátana á meðan hinir fátæku fengu að deyja.

Brandarar í kringum myndina ;

Þegar keyptur er miði í miðasölunni; „Já ég ætla að fá 2012 miða á einn“