Thursday, April 15, 2010

Blogg um veturinn

Þegar kom að því að velja valfögin var ég staðráðinn í að velja mér 6 tíma valfag, og kom ekki neitt annað til greina en kvikmyndagerð. Ég verð þó að viðurkenna að ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í, en ég vissi að við myndum gera einhverjar myndir og læra ýmislegt hagnýtt. Í gegnum gagnfræðiskólann og einnig fyrstu árin í MR fekkst með eitthvað við gerð stuttmynda, þá helst tengd námsefninu. Standa þar hæst tvær myndir á dönsku, TV avisen klokken 7 , sem var danskur fréttaþáttur, og Verdens Beste Anja, leikin heimildarmynd um lífshlaup Önju Andersen besta kvenhandboltaspilara allra tíma. Ég vissi ekki alveg að bloggið væri svona stór hluti af þessu og það sló mig svolítið í fyrstu. Þegar ég horfi til baka á haustönnina og skoða bloggin aftur þá er það mín skoðun að þessi partur af námsefninu er bara ágætlega skemmtilegur. Mér fannst gaman að blogga í fyrstu bloggunum en svo þegar líða tók á námsárið, þá sérstaklega eftir áramót, þá fannst mér ég alltaf vera að gera sama hlutinn eftir sömu uppskriftinni og fékk frekar mikinn leiða og ég var ekki alvega að finna neinar leiðir til að brydda upp á þetta hjá mér. Ég verð að nota þessa afsökun fyrir dræmum bloggfjölda á vorönn.

Fagið sem slíkt er virkilega skemmtilegt. Kvikmyndahátíðinin RIFF varð skemmtilegur hluti af námsskeiðinu þar sem við krakkarnir í hópnum fórum saman í bíó á kannski annars misgóðar myndir. Annars fannst mér þessi RIFF hátíð frábær en þar vil ég meina að ég hafi farið á bestu bíósýninguna á mínum ferli, þegar ég sá Q/A af klassísku myndinni One flew over the cuckoo's nest í gamla salnum í Háskólabíói. Salurinn var sneisafullur og mögnuð stemning þar inni (klappað í miðri mynd í skemmtilegum senum). Hópferðirnar á íslensku myndirnar voru mjög misjafnar, þá sérstaklega vegna gæða myndanna og peningurinn sem maður þurfti að spreða til að komast inná þær. Heimsóknir leikstjórana réttu þó álitið á myndunum oft aðeins, þó ég veðri að gefa Kóngaveg falleinkunn og útnefna lélegustu íslensku myndina sem við fórum á. The Good Heart var svo sú besta, eins og kannski gefur að skilja.

Bíótímarnir á miðvikudögum eru líka fínir. Lentum þó í því að vera í íþróttatíma þarna á undan og Haukur var oft á tíðum ekkert að fylgjast með klukkunni og mættum við strákarnir því oft seint í tímana. Það kom þó ekki að sök þó við misstum af kannski fyrstu 5 mínútum myndana. Ég var með ákveðna fordóma fyrir þessum gömlu myndum en þeir hurfu strax á fyrstu sýningu þegar þú sýndir okkur The General. Frekar flott útspil hjá þér að byrja þetta á þessari mynd því hún var frábær.

Venjulegu tímarnir voru stundum langir ég lýg því ekki, en eftirminnilegustu hlutirnir úr þeim tímum eru fyrirlestarnir og það þegar sýndar eru klippur um eitthvað umfjöllunarefni (t.d. með áhættuleikarana og hasaratriðin). Fyrirkomulagið með fyrirlestrana var skemmtilegt, með 50/50 hlutfallinu af umfjöllun og sýnishorn úr myndum.

Allra skemmtilegasti hlutinn af þessu er þó án nokkurs vafa kvikmyndagerðin sjálf. Mér fannst Maraþonmyndin skemmtilegt fyrirbæri, sérstaklega því mér fannst myndin okkar takast helvíti vel, aldrei klipping. Afrakstur lokaverkefnisins okkar fannst mér líka helvíti skemmtilegur. Myndin okkar um hrakfallabálkinn Helga í leik Óla Krumma vakti mikla kátínu meðal hópsins, þá sérstaklega vegna yfirbragðs myndarinnar sem var á yfirborðinu mjög alvarlegt en samt á sama tíma fjarri fúlustu alvöru. Mér fannst mynd Darra, Ara og Hrafns áberandi best af þessum myndum sem sýndar voru, og sýnir hún hvað hægt er að gera með myndavél , góðum leik og góðri hugmynd.


Minni á bloggið um The Earth fyrir neðan sem á eftir að fara yfir. Væri líka gaman að fá að vita einkunnina og stigafjölda vetrarins.

Sunday, April 11, 2010

More Than a Game



More Than a Game er bandarísk heimildarmynd frá árinu 2009. Myndin fjallar um Lebron James og fjóra félaga hans og feril þeirra og gengi sem liðs í ameríska high school körfuboltanum. Lebron James er sem stendur ein skærasta stjarna NBA deildarinnar en hann spilar með liðinu Cleveland Cavaliers. Lebron var yfirburðaleikmaður í bandarískum higsh school körfubolta og var oft mikið fár í kringum hann. Myndin fjallar um uppgang og þroska þessara fimm félaga auk þess sem hún tekur á öllu því fári sem var í kringum Lebron lokasísonin hans í menntaskólakörfubolta.


Auk Lebrons eru fimm aðrir stór númer í þessari mynd. Það eru Dru Joyce III, Romeo Travis, Sian Cotton og Willie McGee en þeir voru allir liðsfélagar Lebron í mörg ár. Þetta teymi leiddi svo Dru Joyce II faðir Dru Joyce III (augljóslega), en hann þjálfaði þá á þeirra yngri árum og svo seinna í highschool körfuboltanum. Romeo Travis og Dru Joyce spila körfubolta í Evrópu í dag á meðan hinir Sian Cotton og Willie fóru aðrar leiðir og ætluðu sér stóra hluti í öðru. Lebron er svo eins og áður sagði skærasta stjarna NBA um þessar mundir og leikur því eiginlega aðalhlutverkið í þessari mynd.

Lebron og Dru Joyce III

Til að segja í tiltölulega stuttu máli frá framgangi myndarinnar þá hefst hún á því að Dru Joyce III faðir Dru, segir frá því hvernig þetta allt byrjaði. Hann tók að sér þjálfun hverfisliðis í „hood“hverfi í Ohio í Bandaríkjunum. Í þessu liði voru þeir allir fyrir utan Romeo Travis sem bættist í hópinn seinna, þegar þeir fóru í high school. Þessir fjórir auk þjálfarans mynduðu eins konar fjölskyldu bæði utan og innanvallar. Þegar þarna er komið við sögu eru þeir kannski í kringum 11-12 ára aldurinn. Þeir fara mikinn og ná einstaklega vel saman. Þeir kölluðu sig Fab 4 þangað til Romeo bættist í hópinn, en þá voru þeir orðnir Fab 5. Samvinna þeirra innan vallar skilar þeim góðum árangri og Lebron er strax á þessum aldri farinn að sýna það að hann mun einn daginn verða besti körfuknattleiksmaður Bandaríkjanna. Við fylgjum þeim í gegnum nokkur ár og sýnd eru fjölmörg myndskeið frá þessum tíma. Það er í rauninni það skemmtilega við þessa mynd, það að geta séð yfirburði Lebron James á vellinum strax á táningsárunum. Liðið er mjög sigursælt og kemst langt í mörgum keppnum. Fab 4 fara svo allir í saman í menntaskóla í Akron í Ohio og mynda þar teymið Fab 5 með Romeo Travis. Þeir halda áfram að sýna ótrúlega hæfileika og við sjáum þá komast í State Championsship úrslitaleikinn öll fjögur árin þeirra í highschool. Þeir vinna í þremur af þessum skiptum og stimpla sig þannig sem besta highschoollið bandaríkjanna frá upphafi.

Gengi liðsins vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og þá sérstaklega vegna Lebron James. Áhugi Bandaríkjamanna á highschool körfubolta er svo mikill að það er oft erfitt að skilja það. Þessir guttar eru kannski að spila fyrir framan 10+ þúsund manns í íþróttahöll en það myndi heyra til tíðinda ef svo margir myndu mæta á Laugardalsvöllin til að berja íslenska landsliðið í knattspyrnu augum. Hæfileikar Lebron settu á þessum tíma amerísku þjóðina á hliðina og fjölmiðlafárið í kringum þennan strák var fáránlegt. Athygli vakti að Lebron var allt í einu kominn á rándýran Hummer Jeppa, og var hann að lokum dæmdur í bann fyrir það að vera þyggja gjafir (sem hafa verið frá einhverjum liðum í NBA til að lokka strákinn til sín en slíkt er bannað samkvæmt reglum). Liðið spjaraði sig þó í einum leik á Lebron en hann kom fljótt til baka og sigldi enn einum titlinum í hús.

Fab 4 og þjálfarinn /pabbinn Dru Joyce II snemma á ferlinum

Mér fannst þessi mynd frábær og með betri heimildarmyndum sem ég hef séð. Einn stærsti kostur myndarinnar er fjöldi klippa sem til eru af Fab 4 á þeirra fyrstu árum saman en það er næstum bara ótrúlegt. Fullt af klippum úr leikjum, æfingum og viðtölum. Það gefur myndinni mikinn raunsæisblæ því það væri allt örðuvísi ef þeir væri bara að segja frá þessum sögum í orðum en það væri ekki til neitt myndefni til að styðja þær frásagnir. Efni myndarinnar er líka mjög áhugavert ef maður hefur yfirhöfuð áhuga á körfubolta og NBA. Myndin er líka lygilega ævintýranlega og minnir mjög á eina af mínum uppáhaldsmyndum, Coach Carter.

Hérna er svo Trailerinn

Earth (2007)

Fyrir stuttu síðan fór ég á náttúrulífsmyndina Eath í bíó. Mér finnst vert að benda á það sama og Pálmar gerði í sínu bloggi með reglurnar sem Græna Ljósið var vant að fylgja, en þær voru allar brotnar á þessari tíubíósýningu. Reglurnar voru að ekkert hlé væri gert á myndinni, myndin byrjaði á réttum tíma og fólk væri ekki hleypt inn eftir að myndin byrjaði. Ég og Pálmar mættum pínu seint og héldum að sýningin á myndina væri byjuð. Við fórum inn í salinn og æltuðum að koma okkur fyrir, en áttuðum okkur svo á að við vorum mættir á sýninguna sem byrjaði klukkan 20. Þá var enn eftir einhver tími af myndinni. Greinilega ekki alveg nógu fagmannleg vinnubrögð þarna í Regnboganum, þó ég verði að segja að mér finnst leiðinlegt að þetta eina bíó miðbæjarins sé að leggja upp laupana.

Þessi náttúrulífsheimildarmynd er frá árinu 2007 en var fyrst að skríða í íslensk kvikmyndahús núna árið 2010. Hún kom í bíó 2009 í Bandaríkjunum en ekki veit ég ástæðurnar fyrir þessum seinagangi. Myndin er framleidd af BBC og er mjög í anda þáttaraðarinnar Planet Earth. Svona mynd er kannski ekki þessi hefðbundna mynd sem maður fer á til að sjá í bíó. Maður er vanur að horfa á þessa náttúrulífsþætti Attenboroughs heima í sjónvarpinu og þá er sjónarspilið magnað, jafnvel í 28 tommu túbusjónvarpi. Ég taldi því að það væri vel þess virði að fara og sjá svona mynd í risastóru tjaldi í öflugum gæðum. Attenborough kom þó ekki við sögu í talsetningu þessarar myndar en að þessu sinni var það Patrick Stuart eða prófersor Xavier úr X-Men myndunum.

Myndin olli mér engu vonbrigðum. Það er erfitt að segja frá því af hverju mér fannst hún góð. Þetta var einfaldlega myndataka og myndefni í sama gæðaflokki og þessar þáttaraðir sem maður hefur verið að horfa á (The Pacific og Planet Earth). Þessir menn virðast aldrei klikka og skilja mann alltaf eftir heillaðan uppúr skónum, enda eru myndirnar ávallt gríðarlega vandaðar og engu til sparað.

Það er erfitt að segja frá efni myndarinnar en það er eins og gefur að skilja mjög fjölbreytt, farið yfir marg og tekið á miklu. Þó eru í þessari mynd þrjár meginsögur sem verið er að segja. Það er líf ísbjarnar yfir árið og gríðarleg ferðalög fíla að vatnsvæði í Afríku. Auk þess er fylgst með ferðalagi hnúfubaksmóður sem eignast kálfa sinn í tærum sjó í hitabeltissjó Kyrrahafsins, en þar sem ekkert fæði er að fá þar tekur hún á sig lengsta ferðalag sem sjávarspendýr tekur sér fyrir hendur, að gríðarstórum ætistöðvum nálægt suðurheimsskautinu. Lífsbarátta ísbjörnsins er virkilega átakanleg, en í kjölfar hnatthlýnunar virðist hann eiga sér enga von. Ísbirnir eru á miklu undanhaldi og verða ekki til viltir í náttúrunni eftir nokkra tugi ára. Ísbjörninn í þessar mynd drepst svo eftir að hafa gert örvæntingafulla tilraun til að veiða sér rostungskóp til matar, eitthvað sem hann gerir ekki nema í ítrustu neyð. Ferð fílahjarðarinnar yfir sléttur Afríku eru virkilega hættulegar, en þeir ferðast vikum saman til að komast að mikilvægu vatnsbóli. Fílarnir leggja þessa ferð á sig vegna þess að þeir vita að er þarna á vissum tímum. Vegna hnatthlýnunar gætu þeir þó lent í því einn daginn að koma að lokuðum dyrum og engu vatni. Þeir myndu þá ekki eiga sér neina lífsvon og myndu drepast í hrönnum. Hnúfubakurinn gæti líka lent í vandræðum sökum hnatthlýnunar vegna þess að magn svifsins sem hann lifir á nálægt suðuheimsskautssvæðinu í kjölfar hækkandi hitastigs sjávar.

Eins og kannski sést þá tekur myndin mjög á hnatthlýnunni og ber þess merki í gegnum alla myndina. Persónunlega finnst mér þetta það eina sem ég get sett út á þessa mynd, því þessi hnatthlýnunartónn getur verið þreyttur þegar maður vill bara njóta fegurðarinnar sem myndefnið býður uppá. Myndin er því hugsuð sem ákveðin áróðustæki til að sýna fram á vandræðin sem fylgja hnatthlýnun og þær gersemar sem við komum til með að missa í kjölfarið. Það sem fór einnig smáí taugarnar á mér var að sumt af þessu efni var eitthvað sem notað var líka í Planet Earth og öðrum þáttum BBC. Maður var því búinn að sjá slatta af því sem kom fram í þessari mynd.

Wednesday, April 7, 2010

Paprika (mynd í tíma 24. mars)


Ég gerði þau mistök að lesa ekki neitt um þessa mynd áður en ég horfði á hana. Eina sem ég horfði á var þessi ruglingslegi TRAILER sem sagði mér ekki neitt um myndina. Allavega þá horfði ég á hana og fannst hún ruglingsleg en einnig mjög góð og vel unnin. Myndin fjallar um nokkrar persónur sem vinna hjá rannsóknarfyrirtæki. Ein persónan í myndinni, hann Tokita minnir mig, gerir tæki sem gerir þeim kleift að sjá inn í drauma þeirra sem tengjast vélinni. Það eru aðeins til þrjár gerðir að þessari vél, DC Mini eru hún kölluð í myndinni, og einhver er búinn að stela þeim. Sá sami er nú að ráðast á þær persónur sem komu að gerð tækisins, þær Chiba, stelpan sem heitir Paprika í draumaheiminum, Shima, rannsóknarmaður, og Tokita, feita nördið. Í myndinni kemur svo í ljós að stjóri fyrirtækisins sem þau þrjú vinna hjá er í raun andstæðingur þeirra allra. Hann er í hjólastól er var algjörlega á móti DC Mini frá upphafi. Það ætti ekki að ráðast inn á drauma annarra að hans mati. Loks þegar hann rænir DC Mini vélunum öllum þá veður hann heltekinn af valdagræðgi. Hann kemst inn í heim þar sem hann getur labbað aftur og langar ekki að fara úr honum, heldur reynir hann að blanda saman veruleikanum við draumaheiminn, hann vill stjórna öllu sem lifir eða kannski frekar öllu sem dreymir. Loka 30 mínúturnar í myndinni eru mjög ruglingslegar, þegar maður veit ekkert hvort persónurnar séu staddar í draumaheiminum eða veruleikanum. Draumarnir eru að blandast raunvöruleikanum. Sérstaklega þá sést hvað þessi mynd er flott á alla staði; teikningin, tónlistin og öll smáatriðin í henni.

Myndin er mjög óskýr og maður verður að fylgjast vel með til að öllum smáatriðunum. Maður þyrfti helst að horfa á hana aftur til að skilja hana betur. Ég var lengi að átta mig á því að Paprika og Chiba væru “sama” konan. Paprika er nefnilega Chiba í draumaheiminum. Paprika er fjöruga útgáfan af Chiba, hún leyfir sér allt og hefur engar hömlur á sér. Chiba hefur greinilega búið til Paprika sem annan persónuleika í örðum heim þar sem hún þyrfti ekki að vesenast við vísindi og nörda heldur gæti bara skemmt sér með engum áhyggjum. Skemmtilegast persónan í myndinn er samt án efa Toktia, offitusjúlingur sem er að öllum líkindum gáfaðasti maðurinn á jörðinni en hugsar samt eins og barn. Hugmyndin hans á bakvið DC Mini er afar saklaus, að tveir vinir geta verið í sama drauminum á sama tíma. Stjóranum finnst það hins vegar ekki og veit hversu miklar hættu þetta tæki getur skapað sem hann sýnir í myndinni.

Maðurinn sem leikstýrði myndinni heitir Satoshi Kon. Hann hefur leikstýrt einni annarri mynd sem ég veit eitthvað um, Tokyo Godfather. Ég hef heyrt að hún sé góð og jafnvel betri heldur en Paprika. Hann hefur gert fjöldan allan af anime-myndum og er einn af þekktustu anime-leikstjórum í Japan. Skemmtileg staðreynd, hann var einn af stofnendum JAniCA (Japan Animation Creators Association labour group). Þessi hópur manna berjast t.d. fyrir bættri aðstöðu teiknara og þeirra sem koma að gerð anime mynda.

Kóngavegur


Ég missti af hópferðinni á Kóngaveg 28. mars vegna fermingar en skellti mér svo á hana daginn eftir með Möggu og Sögu Úlfars.

Magga og Saga stóðu sig vel sem bíófélagar

Leikstjóri myndarinnar er Valdís Óskarsdóttir. Valdís fæst einnig við ljósmyndun og klippun. Meðal mynda sem hún hefur klippt er Sódóma Reykjavík, fyrsta mynd Óskars Jónassonar. Valdís leikstýrði einnig myndinni Sveitabrúðkaup sem kom út árið 2008. Hún fekk góðar viðtökur og almennt góða dóma. Í þeirri mynd má sjá marga af þeim leikurum sem leika í Kóngaveg, t.d. Ingvar E Sigurðsson, Ólaf Darra, Björn Hlyn, Gísla Örn, Sigga Sigurjóns auk nokkura annarra. Stóra nafnið í leikaraliðinu var Daniel Brühl, spænsk-þýskur leikari sem margir muna eftir úr Inglorious Basterds.

Daniel Bruhl

Myndin gerist í íslensku hjólahýsahverfi einhverstaðar á Íslandi. Hverfið er frekar subbulegt og virðist hýsa fólk sem býr þarna fremur en fólk sem er í sumarfríi. Það er eitt af því erfiðasta við þessa mynd að mínu mati, það er að sjá fyrir sér svona íslenskan hillbilly líð sem maður veit (amk það sem ég hélt og held) að er ekki til hérna á klakanum. Myndin sýnir líf þeirra sem búa þarna á þessum fábrotna stað. Myndin fjallar um atburði sem gerast á 5 dögum eftir að Junior kemur að vitja föðurs síns eftir þriggja ára fjarveru. Junior vantar peninga vegna vandræða sem hann lenti í með félaga sínum Rupert (Daniel Brühl). Pabbinn sem heitir Senior á hins vegar enga peninga því svo virðist sem hann hafi lent í einhverjum vandræðum eftir hrunið. Senior á þá að vera steríótýpa útrásavíkingana, sem fóru of geyst og í myndinni eru oft fyndin atriði með Sally, ungu og glæru kærustunni sem hann skipti inn fyrir gömlu lúnu eiginkonuna. Myndin kemur einnig inná heimilslífs annarra fjölskylda, svo sem tvíburanna Ray og Davis, og konunnar sem leikinn var af Nínu Dögg (man ekki hvað karakertinn hét) og drykkfellda manns hennar. Voða lítið gerist í myndinni þangað til hinn sonur seniour mætir á svæðið og svo þegar mamma Ray og Davis mætir. Þá fer eitthvað aðeins að gera en það líkur með því að BB(Ingvar E) keyrir hana niður og svo endar myndin þegar allir yfirgefa svæðið á gömlu Lödunni nema Senior, BB og drykkfelldi eiginmaðurinn.

Ég verð að segja að þessi mynd olli mér verulegum vonbrigðum. Miðað við alla þessa úrvalsleikara og þennan annars ágæta leikstjóra, þá hefði maður haldið að útkoman gæti ekki klikkað. En sú varð svo raunin. Það sem fór mest í taugarnar á mér var að ég var alltaf að bíða eftir því að eitthvað gerðist. Ég bjóst við að í hléi væri kynningu persónanna lokið og nú væri eitthvað að fara setja allt í háaloft í þessu hverfi, en það bara kom aldrei. Mamma tvíburana var það eina utanaðkomandi sem setti einhvern strik í reikninginn en það strik var hins vegar svo smátt að það hafði fyrir mér ekki neitt að segja fyrir tilgang myndarinnar. Einn af fáum plúsunum við myndina var að hún var fyndin á köflum og það komu atriði sem maður gat hlegið mikið að. En undir niðri var þessi vöntun fyrir því að eitthvað myndi gerast, en það kom aldrei. Mér fannst myndin líka oft á tíðum mjög ruglingsleg og óljós. Valdís kom til okkar í tíma í dag og þurfti að svara nokkrum spurningum þar sem krakkarnir vildu fá útskýringar fyrir tilgangi ýmissa hluta. Valdís sagði að hún væri hlynntari því að sýna minna og láta þannig áhorfandann um að pæla og útfæra sína eigin sögu, frekar en að áhorfendanum væri afhent allt á silfurfati og allt útskýrt. Mér finnst í raun ekkert að því en mér fannst hún nota alltof mikið af því í þessari mynd og það kemur niður á heildarmyndinni. Mér fannst t.d. mjög erfitt að gera mér grein fyrir því hvurn fjandann Seniour var alltaf að brasa. Hann var alltaf eitthvað að vesenast með gjaldeyri, skipti út símakortum út eins og einhver mafíósi, svo leit út fyrir að hann væri að fara og flýja erlendis. Mér fannst einnig dæmið með mömmu Ruperts, hana Gertrud, og tenginguna við tvíburuna og BB virkilega ruglingsleg og draga úr sennileika myndarinnar. Valdís náði þó að útskýra flesta hluti vel í dag en ég er viss um að hópurinn hefði leyft sér að gagnrýna hana meira hefði hún ekki verið svona vingjarnleg og góð.

Þó ég hafi ekki fýlað myndina og söguna þá verð ég að segja að Valdísi tókst vel til með tónlistina í myndinni. Hún er vel valinn og gaman að nota alla þessa íslensku tónlist. Í myndinni voru tvö ný lög með Lay Low auk þess sem sykurmolarnir voru áberandi. The One með Trabant átti svo virkilega vel við þegar það kom í myndinni.

Monday, March 15, 2010

Police Story (1985), mynd í tíma

Police Story eða Ging chaat goo si er kínversk mynd sem horft var á í tíma fyrir nokkrum vikum. Ég missti af þessum tíma og þurfti því að horfa á hana sjálfur. Það var því nokkuð þægilegt þegar ég komst að því að hún er á youtube í tíu 10 mínútna pörtum, og það með enskum texta !
Myndin er frá 1985 og er hún leikstýrð af Jackie Chan. Chan fer einnig með aðalhlutverkið í þessari mynd en hann er lögreglumaðurinn Chan Ka-Kui. Þetta er fyrsta myndin í seríunni en í kjölfarið komu út fleiri myndir um lögreglumanninn Chan Ka-kui. Myndin var valinn besta myndin á Hong Kong kvikmyndaverðlaunum og vill Jackie Chan meina að þetta sé hans allra besta mynd.

Myndin er mjög í anda Rush Hour myndana, þ.e. einskonar grínhasar. Að þessu sinni er Chan þó ekki með vitlausan en fyndin blökkumann sér við hlið, heldur rúllar hann meira einn í þessari mynd. Myndin er þó mjög kómísk og margar senurnar eru sprenghlægilegar. Bardagasenurnar ganga margar hverjar út á að enginn er með skotvopn og menn slást með höndum og fótum. Á þessu sviði er Jackie Chan auðvitað alltaf fremstur og fer létt með að lemja hóp af bófum sundur og saman. Aðalplot myndarinnar er að lögregluliðið sem Chan er hluti af er að reyna klófesta mafíuforingja, en eins og svo oft getur það verið erfitt. Chan fær snemma í myndinni það hlutverk að passa uppá „lykilvitni“ í málinu og gerast þá margir skemmtilegir hlutir, t.d. þegar hann kemur heim í óvænta afmælið sitt og þegar vandræðalega tape-ið er spilað í þingsalnum. Myndin einkinnist af miklum hasar og byrjar myndin á einu þannig. Lögrelgan skipuleggur bust á mafíuforingjann en þar fer smáveigis úr skorðum. Við tekur mikill hasar, s.s. bílaeltingaleikur í gegnum slum, sem ég hafði mjög gaman af, sérstaklega sprengingunum sem fylgdu þegar þeir keyrðu í gegnum hina og þessa hluti. Einnig er rosalegt strætóatriði þar sem Chan tekur það á sig að stöðva strætó sem bófarnir höfðu tekið ófrjálsri hendi.

Að sjálfsögðu geymir Chan það besta fyrir það síðasta og það er svo sannarlega tilfellið með lokaatriðið. Þar fer eitt rosalegasta bardagaatriði sem ég hef séð, í verslunarmiðstöð þar sem Chan fer illla með hóp bófa og klófestir að lokum mafíuforingjann. Lokaatriðið í heild sinni má sjá á youtube og slagar það í að vera góðar 10 mínútur.

Mér fannst þessi mynd virkilega góð og stórfín skemmtun, virkilega í anda Rush Hour, þ.e. mynd sem er ekkert endilega frábær en það er alltaf hægt að hafa gaman að þessu. Núna síðustu vikur hef ég verið að sjá fleiri og fleiri asískar myndir, anime myndir Myazakis, Memories of a murder, sem við horfðum á fyrir stuttu og svo þessi mynd, og ég verð að segja að þessar myndir og asísk kvikmyndagerð er að koma mér á óvart. Hefði ég rekist á Memories of murder á Stöð 1 á sunnudagskvöldi hefði ég mjög líklega skipt um stöð á núlleinni og ekki gefið henni séns. Svo kemur bara í ljós að þessi mynd er sennilega of góð til að geta verið sunnudagsmynd á Stöð 1, eitthvað sem ég hefði aldrei getað búist við !

Tuesday, February 23, 2010

Jaws 2 (1975)

Þegar maður er yngri þá fær maður oft dellur. Ég man að frændi minn gerði ekki annað en að teikna risaeðlur á sínum yngri árum. En á meðan hann dundaði sér í því þá glápti ég á myndirnar um hákarlinn Jaws en það hafði einnig í för með sér gríðarlegan áhuga á Hvíthákörlum. Ég þori ekki alveg að tímasetja það þegar ég sé Jaws í fyrsta skiptið en ég gæti trúað að það væri í kringum 9-10 ára aldurinn. Ég heillaðist gjörsamlega af þessum Hákarli og var svo seigur að ná að taka upp myndirnar þegar þær voru sýndar í sjónvarpinu, án þess að mamma og pabbi vissu af. Spólurnar rötuðu svo oft og iðulega í tækið þegar skóladagurinn var búinn.

Ég reddaði mér nýlega öllum fjórum myndunum um Ókindina og er að hugsa um að taka þær allar í röð einhverja góða nótt í góðum hópi. Það verður að koma í ljós hvort það sé gerlegt að horfa á fjórar myndir, sem snúast í raun allar um það sama og enda flestar á sama hátt. Þetta væri því pínu eins og að horfa á eina rúmlega sjö tíma mynd um ofurvaxinn hvíthákarl sem kemur alltaf aftur og aftur og étur fólk.

Ég gat hins vegar ekki setið á mér og ákvað að skella annarri myndinni í gang í gærkvöldi. Ég var ekki alveg klár á því hvernig söguþráðurinn var í þessari mynd enda allar myndirnar eiginlega í einni kássu í hausnum á mér. Steven Spielberg kom ekki nálægt þessari mynd en hann sagðist ekki hafa neinn áhuga á að gera framhald af Jaws, því sennilega myndi það bara grafa undir þeirri ímynd sem Jaws og hann höfðu skapað. Þetta er eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar, t.d. með myndina Green Street Holligans 2 sem gerði ekkert annað en að draga úr gæðum þeirri fyrstu. En Jaws 2 reyndist hins vegar ekki vera flopp og var nokkuð vinsæl þó hún hafi ekki komist með tærnar þar sem Spielberg og Jaws(myndin) höfðu hælana. Fram að 1980 var Jaws 2 sú framhaldsmynd sem hafði skilað hvað mestum hagnaði. Myndin var jafnframt dýrasta mynd sem Universal framleitt, en hún kostaði góðar 30 milljónir dollara.

Myndin fjallar, rétt eins og fyrsta myndin, um löglegrustjórann Martin Brody á tilbúnu bandarísku eyjunni Amity Island sem er aðallega sumarleyfisstaður. Sjórinn og sólin eru þar eitt helsta aðdráttarafl túrista til eynnar og þegar Brody fer að gruna að nýr hákarl sé mættur á svæðið, eru bæjaryfirvöld ekki fljót að reyna þagga niður í honum til að skemma ekki þeirra buiness. Þetta er næstum því nákvæmlega eins og í fyrstu myndinni. Hákarlinn fer rólega í sakirnar og tekur nokkra kafara, tvær stelpur og háhyrning úr umferð. Enginn lifandi hefur séð hákarlinn og þess vegna halda allir að Brody sé genginn af vitinu. Þau neyðast svo til þess að éta þau orð ofan í sig þegar hákarlinn gerir sig loks sýnilegan, og reynir þar að ráða niðurlögum unglinga í skemmtisiglingu. Myndin endar svo tiltölulega vel, þegar Brody drepur sinn annan hákarl á ferlinum með skemmtilegum hætti. Fólkið sem hann á að lifir allt af og allir skilja nokkuð sáttir frá. Mér fannst nokkuð gaman að taka eftir því að sjá hvernig senan þar sem hákarlinn er drepinn er byggð upp, því hún er mjög lík og í fyrstu myndinni. Siggi Palli sýndi okkur þar klippu þar sem einhversskonar mjög eldfimir gasskútar eru kynntir til sögunnar, áður en Brody notar þá svo til þess að sprengja hákarlinn í tætlur. Þetta er mjög svipað í mynd númer tvö því þar er rafmagnslínan kynnt til sögunnar snemma í myndinni þegar verið er að leita af leifum af slysinum á spíttbátnum. Báturinn er þá með einhversskonar króka til að draga eftir botninum og krækja í eitthvað bitastætt. Þarna í leitinni krækja þeir einmitt í rafmagslínuna og kynna hana þar með til sögunnar. Svo í lokaatriðinu þar sem Brody er að eiga við þessa króka til að draga bátabrök krakkana í land krækir hann í eina svona línu, sem hann notar loks til þess að ráða niðurlögum ókindarinnar með því að láta hana bíta í hana og steikjast.

Reyndar mynd úr Jaws 1, en þarna sést hákarlinn vel

Mér fannst virkilega gaman að sjá þessa mynd aftur eftir að hafa ekki séð hana í fjölda ára. Það var einnig gaman að sjá hvað tæknibrellu standardarnir hjá manni eru orðnir rosalega háir í dag, því þegar maður var yngri var maður ekkert að pæla í því að hákarlinn var ótrúlega plastlegur og fáránlega gervilegur. Ég var ekkert að láta það fara í taugarnar á mér og naut þess að horfa á myndina í staðinn. Að því leiti sjást gæði Jaws myndanna, þær eru tímalaus snilld.