Police Story eða Ging chaat goo si er kínversk mynd sem horft var á í tíma fyrir nokkrum vikum. Ég missti af þessum tíma og þurfti því að horfa á hana sjálfur. Það var því nokkuð þægilegt þegar ég komst að því að hún er á youtube í tíu 10 mínútna pörtum, og það með enskum texta !
Myndin er frá 1985 og er hún leikstýrð af Jackie Chan. Chan fer einnig með aðalhlutverkið í þessari mynd en hann er lögreglumaðurinn Chan Ka-Kui. Þetta er fyrsta myndin í seríunni en í kjölfarið komu út fleiri myndir um lögreglumanninn Chan Ka-kui. Myndin var valinn besta myndin á Hong Kong kvikmyndaverðlaunum og vill Jackie Chan meina að þetta sé hans allra besta mynd.
Myndin er mjög í anda Rush Hour myndana, þ.e. einskonar grínhasar. Að þessu sinni er Chan þó ekki með vitlausan en fyndin blökkumann sér við hlið, heldur rúllar hann meira einn í þessari mynd. Myndin er þó mjög kómísk og margar senurnar eru sprenghlægilegar. Bardagasenurnar ganga margar hverjar út á að enginn er með skotvopn og menn slást með höndum og fótum. Á þessu sviði er Jackie Chan auðvitað alltaf fremstur og fer létt með að lemja hóp af bófum sundur og saman. Aðalplot myndarinnar er að lögregluliðið sem Chan er hluti af er að reyna klófesta mafíuforingja, en eins og svo oft getur það verið erfitt. Chan fær snemma í myndinni það hlutverk að passa uppá „lykilvitni“ í málinu og gerast þá margir skemmtilegir hlutir, t.d. þegar hann kemur heim í óvænta afmælið sitt og þegar vandræðalega tape-ið er spilað í þingsalnum. Myndin einkinnist af miklum hasar og byrjar myndin á einu þannig. Lögrelgan skipuleggur bust á mafíuforingjann en þar fer smáveigis úr skorðum. Við tekur mikill hasar, s.s. bílaeltingaleikur í gegnum slum, sem ég hafði mjög gaman af, sérstaklega sprengingunum sem fylgdu þegar þeir keyrðu í gegnum hina og þessa hluti. Einnig er rosalegt strætóatriði þar sem Chan tekur það á sig að stöðva strætó sem bófarnir höfðu tekið ófrjálsri hendi.
Að sjálfsögðu geymir Chan það besta fyrir það síðasta og það er svo sannarlega tilfellið með lokaatriðið. Þar fer eitt rosalegasta bardagaatriði sem ég hef séð, í verslunarmiðstöð þar sem Chan fer illla með hóp bófa og klófestir að lokum mafíuforingjann. Lokaatriðið í heild sinni má sjá á youtube og slagar það í að vera góðar 10 mínútur.
Mér fannst þessi mynd virkilega góð og stórfín skemmtun, virkilega í anda Rush Hour, þ.e. mynd sem er ekkert endilega frábær en það er alltaf hægt að hafa gaman að þessu. Núna síðustu vikur hef ég verið að sjá fleiri og fleiri asískar myndir, anime myndir Myazakis, Memories of a murder, sem við horfðum á fyrir stuttu og svo þessi mynd, og ég verð að segja að þessar myndir og asísk kvikmyndagerð er að koma mér á óvart. Hefði ég rekist á Memories of murder á Stöð 1 á sunnudagskvöldi hefði ég mjög líklega skipt um stöð á núlleinni og ekki gefið henni séns. Svo kemur bara í ljós að þessi mynd er sennilega of góð til að geta verið sunnudagsmynd á Stöð 1, eitthvað sem ég hefði aldrei getað búist við !
Myndin er frá 1985 og er hún leikstýrð af Jackie Chan. Chan fer einnig með aðalhlutverkið í þessari mynd en hann er lögreglumaðurinn Chan Ka-Kui. Þetta er fyrsta myndin í seríunni en í kjölfarið komu út fleiri myndir um lögreglumanninn Chan Ka-kui. Myndin var valinn besta myndin á Hong Kong kvikmyndaverðlaunum og vill Jackie Chan meina að þetta sé hans allra besta mynd.
Myndin er mjög í anda Rush Hour myndana, þ.e. einskonar grínhasar. Að þessu sinni er Chan þó ekki með vitlausan en fyndin blökkumann sér við hlið, heldur rúllar hann meira einn í þessari mynd. Myndin er þó mjög kómísk og margar senurnar eru sprenghlægilegar. Bardagasenurnar ganga margar hverjar út á að enginn er með skotvopn og menn slást með höndum og fótum. Á þessu sviði er Jackie Chan auðvitað alltaf fremstur og fer létt með að lemja hóp af bófum sundur og saman. Aðalplot myndarinnar er að lögregluliðið sem Chan er hluti af er að reyna klófesta mafíuforingja, en eins og svo oft getur það verið erfitt. Chan fær snemma í myndinni það hlutverk að passa uppá „lykilvitni“ í málinu og gerast þá margir skemmtilegir hlutir, t.d. þegar hann kemur heim í óvænta afmælið sitt og þegar vandræðalega tape-ið er spilað í þingsalnum. Myndin einkinnist af miklum hasar og byrjar myndin á einu þannig. Lögrelgan skipuleggur bust á mafíuforingjann en þar fer smáveigis úr skorðum. Við tekur mikill hasar, s.s. bílaeltingaleikur í gegnum slum, sem ég hafði mjög gaman af, sérstaklega sprengingunum sem fylgdu þegar þeir keyrðu í gegnum hina og þessa hluti. Einnig er rosalegt strætóatriði þar sem Chan tekur það á sig að stöðva strætó sem bófarnir höfðu tekið ófrjálsri hendi.
Að sjálfsögðu geymir Chan það besta fyrir það síðasta og það er svo sannarlega tilfellið með lokaatriðið. Þar fer eitt rosalegasta bardagaatriði sem ég hef séð, í verslunarmiðstöð þar sem Chan fer illla með hóp bófa og klófestir að lokum mafíuforingjann. Lokaatriðið í heild sinni má sjá á youtube og slagar það í að vera góðar 10 mínútur.
Mér fannst þessi mynd virkilega góð og stórfín skemmtun, virkilega í anda Rush Hour, þ.e. mynd sem er ekkert endilega frábær en það er alltaf hægt að hafa gaman að þessu. Núna síðustu vikur hef ég verið að sjá fleiri og fleiri asískar myndir, anime myndir Myazakis, Memories of a murder, sem við horfðum á fyrir stuttu og svo þessi mynd, og ég verð að segja að þessar myndir og asísk kvikmyndagerð er að koma mér á óvart. Hefði ég rekist á Memories of murder á Stöð 1 á sunnudagskvöldi hefði ég mjög líklega skipt um stöð á núlleinni og ekki gefið henni séns. Svo kemur bara í ljós að þessi mynd er sennilega of góð til að geta verið sunnudagsmynd á Stöð 1, eitthvað sem ég hefði aldrei getað búist við !
Flott færsla. 7 stig + mæting.
ReplyDelete