Ég missti af hópferðinni á Kóngaveg 28. mars vegna fermingar en skellti mér svo á hana daginn eftir með Möggu og Sögu Úlfars.
Magga og Saga stóðu sig vel sem bíófélagar
Leikstjóri myndarinnar er Valdís Óskarsdóttir. Valdís fæst einnig við ljósmyndun og klippun. Meðal mynda sem hún hefur klippt er Sódóma Reykjavík, fyrsta mynd Óskars Jónassonar. Valdís leikstýrði einnig myndinni Sveitabrúðkaup sem kom út árið 2008. Hún fekk góðar viðtökur og almennt góða dóma. Í þeirri mynd má sjá marga af þeim leikurum sem leika í Kóngaveg, t.d. Ingvar E Sigurðsson, Ólaf Darra, Björn Hlyn, Gísla Örn, Sigga Sigurjóns auk nokkura annarra. Stóra nafnið í leikaraliðinu var Daniel Brühl, spænsk-þýskur leikari sem margir muna eftir úr Inglorious Basterds.
Daniel Bruhl
Myndin gerist í íslensku hjólahýsahverfi einhverstaðar á Íslandi. Hverfið er frekar subbulegt og virðist hýsa fólk sem býr þarna fremur en fólk sem er í sumarfríi. Það er eitt af því erfiðasta við þessa mynd að mínu mati, það er að sjá fyrir sér svona íslenskan hillbilly líð sem maður veit (amk það sem ég hélt og held) að er ekki til hérna á klakanum. Myndin sýnir líf þeirra sem búa þarna á þessum fábrotna stað. Myndin fjallar um atburði sem gerast á 5 dögum eftir að Junior kemur að vitja föðurs síns eftir þriggja ára fjarveru. Junior vantar peninga vegna vandræða sem hann lenti í með félaga sínum Rupert (Daniel Brühl). Pabbinn sem heitir Senior á hins vegar enga peninga því svo virðist sem hann hafi lent í einhverjum vandræðum eftir hrunið. Senior á þá að vera steríótýpa útrásavíkingana, sem fóru of geyst og í myndinni eru oft fyndin atriði með Sally, ungu og glæru kærustunni sem hann skipti inn fyrir gömlu lúnu eiginkonuna. Myndin kemur einnig inná heimilslífs annarra fjölskylda, svo sem tvíburanna Ray og Davis, og konunnar sem leikinn var af Nínu Dögg (man ekki hvað karakertinn hét) og drykkfellda manns hennar. Voða lítið gerist í myndinni þangað til hinn sonur seniour mætir á svæðið og svo þegar mamma Ray og Davis mætir. Þá fer eitthvað aðeins að gera en það líkur með því að BB(Ingvar E) keyrir hana niður og svo endar myndin þegar allir yfirgefa svæðið á gömlu Lödunni nema Senior, BB og drykkfelldi eiginmaðurinn.
Ég verð að segja að þessi mynd olli mér verulegum vonbrigðum. Miðað við alla þessa úrvalsleikara og þennan annars ágæta leikstjóra, þá hefði maður haldið að útkoman gæti ekki klikkað. En sú varð svo raunin. Það sem fór mest í taugarnar á mér var að ég var alltaf að bíða eftir því að eitthvað gerðist. Ég bjóst við að í hléi væri kynningu persónanna lokið og nú væri eitthvað að fara setja allt í háaloft í þessu hverfi, en það bara kom aldrei. Mamma tvíburana var það eina utanaðkomandi sem setti einhvern strik í reikninginn en það strik var hins vegar svo smátt að það hafði fyrir mér ekki neitt að segja fyrir tilgang myndarinnar. Einn af fáum plúsunum við myndina var að hún var fyndin á köflum og það komu atriði sem maður gat hlegið mikið að. En undir niðri var þessi vöntun fyrir því að eitthvað myndi gerast, en það kom aldrei. Mér fannst myndin líka oft á tíðum mjög ruglingsleg og óljós. Valdís kom til okkar í tíma í dag og þurfti að svara nokkrum spurningum þar sem krakkarnir vildu fá útskýringar fyrir tilgangi ýmissa hluta. Valdís sagði að hún væri hlynntari því að sýna minna og láta þannig áhorfandann um að pæla og útfæra sína eigin sögu, frekar en að áhorfendanum væri afhent allt á silfurfati og allt útskýrt. Mér finnst í raun ekkert að því en mér fannst hún nota alltof mikið af því í þessari mynd og það kemur niður á heildarmyndinni. Mér fannst t.d. mjög erfitt að gera mér grein fyrir því hvurn fjandann Seniour var alltaf að brasa. Hann var alltaf eitthvað að vesenast með gjaldeyri, skipti út símakortum út eins og einhver mafíósi, svo leit út fyrir að hann væri að fara og flýja erlendis. Mér fannst einnig dæmið með mömmu Ruperts, hana Gertrud, og tenginguna við tvíburuna og BB virkilega ruglingsleg og draga úr sennileika myndarinnar. Valdís náði þó að útskýra flesta hluti vel í dag en ég er viss um að hópurinn hefði leyft sér að gagnrýna hana meira hefði hún ekki verið svona vingjarnleg og góð.
Þó ég hafi ekki fýlað myndina og söguna þá verð ég að segja að Valdísi tókst vel til með tónlistina í myndinni. Hún er vel valinn og gaman að nota alla þessa íslensku tónlist. Í myndinni voru tvö ný lög með Lay Low auk þess sem sykurmolarnir voru áberandi. The One með Trabant átti svo virkilega vel við þegar það kom í myndinni.
Fín færsla. 7 stig.
ReplyDelete