Sunday, April 11, 2010

More Than a Game



More Than a Game er bandarísk heimildarmynd frá árinu 2009. Myndin fjallar um Lebron James og fjóra félaga hans og feril þeirra og gengi sem liðs í ameríska high school körfuboltanum. Lebron James er sem stendur ein skærasta stjarna NBA deildarinnar en hann spilar með liðinu Cleveland Cavaliers. Lebron var yfirburðaleikmaður í bandarískum higsh school körfubolta og var oft mikið fár í kringum hann. Myndin fjallar um uppgang og þroska þessara fimm félaga auk þess sem hún tekur á öllu því fári sem var í kringum Lebron lokasísonin hans í menntaskólakörfubolta.


Auk Lebrons eru fimm aðrir stór númer í þessari mynd. Það eru Dru Joyce III, Romeo Travis, Sian Cotton og Willie McGee en þeir voru allir liðsfélagar Lebron í mörg ár. Þetta teymi leiddi svo Dru Joyce II faðir Dru Joyce III (augljóslega), en hann þjálfaði þá á þeirra yngri árum og svo seinna í highschool körfuboltanum. Romeo Travis og Dru Joyce spila körfubolta í Evrópu í dag á meðan hinir Sian Cotton og Willie fóru aðrar leiðir og ætluðu sér stóra hluti í öðru. Lebron er svo eins og áður sagði skærasta stjarna NBA um þessar mundir og leikur því eiginlega aðalhlutverkið í þessari mynd.

Lebron og Dru Joyce III

Til að segja í tiltölulega stuttu máli frá framgangi myndarinnar þá hefst hún á því að Dru Joyce III faðir Dru, segir frá því hvernig þetta allt byrjaði. Hann tók að sér þjálfun hverfisliðis í „hood“hverfi í Ohio í Bandaríkjunum. Í þessu liði voru þeir allir fyrir utan Romeo Travis sem bættist í hópinn seinna, þegar þeir fóru í high school. Þessir fjórir auk þjálfarans mynduðu eins konar fjölskyldu bæði utan og innanvallar. Þegar þarna er komið við sögu eru þeir kannski í kringum 11-12 ára aldurinn. Þeir fara mikinn og ná einstaklega vel saman. Þeir kölluðu sig Fab 4 þangað til Romeo bættist í hópinn, en þá voru þeir orðnir Fab 5. Samvinna þeirra innan vallar skilar þeim góðum árangri og Lebron er strax á þessum aldri farinn að sýna það að hann mun einn daginn verða besti körfuknattleiksmaður Bandaríkjanna. Við fylgjum þeim í gegnum nokkur ár og sýnd eru fjölmörg myndskeið frá þessum tíma. Það er í rauninni það skemmtilega við þessa mynd, það að geta séð yfirburði Lebron James á vellinum strax á táningsárunum. Liðið er mjög sigursælt og kemst langt í mörgum keppnum. Fab 4 fara svo allir í saman í menntaskóla í Akron í Ohio og mynda þar teymið Fab 5 með Romeo Travis. Þeir halda áfram að sýna ótrúlega hæfileika og við sjáum þá komast í State Championsship úrslitaleikinn öll fjögur árin þeirra í highschool. Þeir vinna í þremur af þessum skiptum og stimpla sig þannig sem besta highschoollið bandaríkjanna frá upphafi.

Gengi liðsins vakti gríðarlega athygli í Bandaríkjunum og þá sérstaklega vegna Lebron James. Áhugi Bandaríkjamanna á highschool körfubolta er svo mikill að það er oft erfitt að skilja það. Þessir guttar eru kannski að spila fyrir framan 10+ þúsund manns í íþróttahöll en það myndi heyra til tíðinda ef svo margir myndu mæta á Laugardalsvöllin til að berja íslenska landsliðið í knattspyrnu augum. Hæfileikar Lebron settu á þessum tíma amerísku þjóðina á hliðina og fjölmiðlafárið í kringum þennan strák var fáránlegt. Athygli vakti að Lebron var allt í einu kominn á rándýran Hummer Jeppa, og var hann að lokum dæmdur í bann fyrir það að vera þyggja gjafir (sem hafa verið frá einhverjum liðum í NBA til að lokka strákinn til sín en slíkt er bannað samkvæmt reglum). Liðið spjaraði sig þó í einum leik á Lebron en hann kom fljótt til baka og sigldi enn einum titlinum í hús.

Fab 4 og þjálfarinn /pabbinn Dru Joyce II snemma á ferlinum

Mér fannst þessi mynd frábær og með betri heimildarmyndum sem ég hef séð. Einn stærsti kostur myndarinnar er fjöldi klippa sem til eru af Fab 4 á þeirra fyrstu árum saman en það er næstum bara ótrúlegt. Fullt af klippum úr leikjum, æfingum og viðtölum. Það gefur myndinni mikinn raunsæisblæ því það væri allt örðuvísi ef þeir væri bara að segja frá þessum sögum í orðum en það væri ekki til neitt myndefni til að styðja þær frásagnir. Efni myndarinnar er líka mjög áhugavert ef maður hefur yfirhöfuð áhuga á körfubolta og NBA. Myndin er líka lygilega ævintýranlega og minnir mjög á eina af mínum uppáhaldsmyndum, Coach Carter.

Hérna er svo Trailerinn

1 comment: