Thursday, April 15, 2010

Blogg um veturinn

Þegar kom að því að velja valfögin var ég staðráðinn í að velja mér 6 tíma valfag, og kom ekki neitt annað til greina en kvikmyndagerð. Ég verð þó að viðurkenna að ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í, en ég vissi að við myndum gera einhverjar myndir og læra ýmislegt hagnýtt. Í gegnum gagnfræðiskólann og einnig fyrstu árin í MR fekkst með eitthvað við gerð stuttmynda, þá helst tengd námsefninu. Standa þar hæst tvær myndir á dönsku, TV avisen klokken 7 , sem var danskur fréttaþáttur, og Verdens Beste Anja, leikin heimildarmynd um lífshlaup Önju Andersen besta kvenhandboltaspilara allra tíma. Ég vissi ekki alveg að bloggið væri svona stór hluti af þessu og það sló mig svolítið í fyrstu. Þegar ég horfi til baka á haustönnina og skoða bloggin aftur þá er það mín skoðun að þessi partur af námsefninu er bara ágætlega skemmtilegur. Mér fannst gaman að blogga í fyrstu bloggunum en svo þegar líða tók á námsárið, þá sérstaklega eftir áramót, þá fannst mér ég alltaf vera að gera sama hlutinn eftir sömu uppskriftinni og fékk frekar mikinn leiða og ég var ekki alvega að finna neinar leiðir til að brydda upp á þetta hjá mér. Ég verð að nota þessa afsökun fyrir dræmum bloggfjölda á vorönn.

Fagið sem slíkt er virkilega skemmtilegt. Kvikmyndahátíðinin RIFF varð skemmtilegur hluti af námsskeiðinu þar sem við krakkarnir í hópnum fórum saman í bíó á kannski annars misgóðar myndir. Annars fannst mér þessi RIFF hátíð frábær en þar vil ég meina að ég hafi farið á bestu bíósýninguna á mínum ferli, þegar ég sá Q/A af klassísku myndinni One flew over the cuckoo's nest í gamla salnum í Háskólabíói. Salurinn var sneisafullur og mögnuð stemning þar inni (klappað í miðri mynd í skemmtilegum senum). Hópferðirnar á íslensku myndirnar voru mjög misjafnar, þá sérstaklega vegna gæða myndanna og peningurinn sem maður þurfti að spreða til að komast inná þær. Heimsóknir leikstjórana réttu þó álitið á myndunum oft aðeins, þó ég veðri að gefa Kóngaveg falleinkunn og útnefna lélegustu íslensku myndina sem við fórum á. The Good Heart var svo sú besta, eins og kannski gefur að skilja.

Bíótímarnir á miðvikudögum eru líka fínir. Lentum þó í því að vera í íþróttatíma þarna á undan og Haukur var oft á tíðum ekkert að fylgjast með klukkunni og mættum við strákarnir því oft seint í tímana. Það kom þó ekki að sök þó við misstum af kannski fyrstu 5 mínútum myndana. Ég var með ákveðna fordóma fyrir þessum gömlu myndum en þeir hurfu strax á fyrstu sýningu þegar þú sýndir okkur The General. Frekar flott útspil hjá þér að byrja þetta á þessari mynd því hún var frábær.

Venjulegu tímarnir voru stundum langir ég lýg því ekki, en eftirminnilegustu hlutirnir úr þeim tímum eru fyrirlestarnir og það þegar sýndar eru klippur um eitthvað umfjöllunarefni (t.d. með áhættuleikarana og hasaratriðin). Fyrirkomulagið með fyrirlestrana var skemmtilegt, með 50/50 hlutfallinu af umfjöllun og sýnishorn úr myndum.

Allra skemmtilegasti hlutinn af þessu er þó án nokkurs vafa kvikmyndagerðin sjálf. Mér fannst Maraþonmyndin skemmtilegt fyrirbæri, sérstaklega því mér fannst myndin okkar takast helvíti vel, aldrei klipping. Afrakstur lokaverkefnisins okkar fannst mér líka helvíti skemmtilegur. Myndin okkar um hrakfallabálkinn Helga í leik Óla Krumma vakti mikla kátínu meðal hópsins, þá sérstaklega vegna yfirbragðs myndarinnar sem var á yfirborðinu mjög alvarlegt en samt á sama tíma fjarri fúlustu alvöru. Mér fannst mynd Darra, Ara og Hrafns áberandi best af þessum myndum sem sýndar voru, og sýnir hún hvað hægt er að gera með myndavél , góðum leik og góðri hugmynd.


Minni á bloggið um The Earth fyrir neðan sem á eftir að fara yfir. Væri líka gaman að fá að vita einkunnina og stigafjölda vetrarins.

1 comment:

  1. Fínar athugasemdir. 10 stig.

    Þá ertu kominn með 53 stig á vorönn, en vegna þess að svo mörg þeirra komu utan eiginlegra bloggtímabila er einkunnin ekki nema um 5. Heildareinkunnin yfir árið er þá á bilinu 6,5-7. Þó á ég eftir að skoða þetta betur, og aldrei að vita nema ég hækki aðeins einkunnirnar hjá þeim sem hafa tekið sig svona vel á í apríl.

    ReplyDelete