Wednesday, November 25, 2009

2012 (töluvert af spoilerum)

2012 var frumsýnd 13. nóvember hér á landi og er þetta þrijða stórslysamyndin sem Roland Emmerich leikstýrir, en áður hafði hann leikstýrt The day after tomorrow og Independence Day. Við lærðum það í hagfræði að sérhæfing leiði til framfara og það er óhætt að segja að hér séu það orð að sönnu, amk hvað varðar tæknibrellur. Þó að sagan sé ekki ýkja merkileg þá er myndin sjálf algjört augnakonfekt. Það er ótrúlegt að sjá hvernig heilu borgirnar sökkva í „vítiselda“ og frægustu minnismerki og styttur heimsins myljast niður í frumsteindir. Ég hafði nú ekki heyrt neitt gott af þessari mynd en fannst ég samt þurfa að sjá hana, sjónarspilsins vegna og ekki gat ég sætt mig við að horfa á hana í tölvunni á 17“ skjá. Á IMDB hefur myndin fengið einkunnina 6.4 sem mér finnst bara nokkuð nærri lagi þegar allt er tekið inní, þ.e. 10 fyrir tæknibrellur og 2 fyrir sögu og trúverðugleika.

Eins og flestir vita og nafnið gefur til kynna þá fjallar myndin um heimsendinn sem Mayarnir spáðu á sínum tíma. Skv. þeim átti stærsta sólgos í tíma alsheimsins að gera útaf við greyið jörðina. Í myndinni taka höfundarnir fram ýmis „púsluspil“ sem vísindalega eru rétt, t.d. það að segulsvið jarðar ver jörðina fyrir sólvindum sem annars myndu hindra að líf gæti verið hér og nefndar eru fiseindirnar og fjallað um eiginleika þeirra. En svo þegar allt kemur heim og saman þá passa þessi púsluspil ekki saman og það gerir manni mjög erfitt með að horfa á myndina með einhverri innlifun. En svo eru það auðvitað þeir sem vita kannski minna og gleypa við öllu því sem sagt er. Það er einnig mjög skemmtilegt að athuga það að sú jarðfræði sem við höfum verið að læra í vetur, á engan veginn við í myndinni. Jarðhræringarnar þar eru einkennilegar og það sem gerist á milljónum ára í raunveruleikanum gerist á nokkrum dögum í myndinni, þ.e. heimsálfur sökkva, heimálfur og flekar reka og rekast á, nýjar myndast, segulsviðið umpólast og svo frv. Í myndinni lítur út fyrir að allt kraumi undir jarðskorpunni og allt draslið er á fleygiferð, svo eftir nokkrar vikur á örkinni þá er allt orðið styllt undir niðri og þá er hægt að setjast að og byrja upp á nýtt í Afríku. Ég ætla ekki að eyða tíma nér orðum í söguþráðin enda finnst mér ekki mikið til hans koma. Senur þar sem söguhetjurnar er að flýja undan nýmynduðu eldfjalli og eldstróki, jarðsprungum, keyra í gegnum glerbyggingar, fljúga flugvélum eru mjög áberandi. Fannst reyndar gaman að því að sjá að aðal vísindamaðurinn var dökkur á hörund og eldklár.

Myndin er líka dæmigerð hvað varðar það hverjir deyja og deyja ekki. Auðvitað deyr meirihluta jarðarbúa en þeir karakterar í myndinni sem eiga skilið að deyja, fá að deyja að lokum sbr. rússneska auðjöfurinn, aðstoðarmann hans og „kærustu“ þeirra beggja. Á meðan ég var á myndinni áttaði ég mig á einni tengingu við stórmyndina Titanic. Svo þegar leið á myndinni bættust þær við og þá kom þetta allt heim og saman. Það fyrsta er þegar forseti Bandaríkjanna neitar að fara frá löndum sínum og kýs heldur að deyja -> skipstjórinn yfirgefur ekki sökkvandi skip sitt. Annað atriði er þegar svarti jarðfræðingurinn býður föður sínum að koma með í björgunarörkina og fá þannig að lifa hamfarirnar af. Pabbinn kýs frekar að halda sínu striki og vera áfram á skemmtiferðaskipinu sem hann starfaði á sem tónlistamaður. Þetta er jú mjög líkt því þegar hljóðfæraleikararnir á Titanic skipinu héldu áfram að spila hvað sem bjátaði á. Síðasta tengingin er svo þegar fólkið er að hópast í björgunarskipin. Þá kemur í ljós að miðar voru seldir og heldrafólk og milljarðamæringar áttu möguleika að komast af, á meðan almúginn fær að sitja á hakanum og deyja. Þetta er alveg eins og gerðist á Titanic, þar sem ríka fólkið á 1. klassanum fékk forgang í björgunarbátana á meðan hinir fátæku fengu að deyja.

Brandarar í kringum myndina ;

Þegar keyptur er miði í miðasölunni; „Já ég ætla að fá 2012 miða á einn“

1 comment:

  1. Fín færsla. 7 stig.

    Ég myndi nú flokka Godzilla sem stórslysamynd líka, og þá eru þær fjórar.

    ReplyDelete