Eagle vs Shark er Ný sjálensk gamanmynd frá árinu 2007. Ég rakst á trailer af henni fyrir nokkrum vikum og þar var m.a. komið inná það að þetta væri hin nýsjálenska Napoleon Dynamite. Í trailernum sá ég líka Jemaine Clement sem er litríkur leikari svo ekki sé meira sagt. Það hlaut því að vera þess virði að sjá þessa mynd.
Jemaine Clement er nýsjálenskur leikari, tónlistamaður, uppistandari, framleiðandi, leikstjóri og handritshöfundur. Það má því segja að hann fáist við sitt lítið af hverju þó hann sé þekktastur fyrir tónlistina, leik og uppistand. Uppruna sinn rekur Jemaine til Maori, sem er þjóðflokkur í Nýja Sjálandi af indjána uppruna. Hversu mikill sannleikur er í því verður að liggja milli hluta, en Jemaine fellur alveg undir þá týpu sem hefur gaman að gera grín af sér sjálfum og útliti sínu. Jemaine er sennilega frægastur fyrir þátt sinn í tvíeykinu Flight of the Conchords, en þar sá ég hann einmitt fyrst. Þar leikur Jemaine á móti Brett McKenzie og leika þeir sjálfa sig í þáttunum, en samt skáldlegar og ýktar útgáfur á sjáfum sér. Flight of the Conchrods tvíeykið á rætur að rekja til ársins 2002 og hafa þeir ferðast víða um og gefið út nokkra diska. Þættirnir eru á „söngleikjaformi“ og fjalla um þá félaga freista þess að lifa ameríska drauminn í stórborginni New York. Það gengur eitthvað erfiðlega og margt drífur á daga þeirra. Söngatriði eru svo stór partur af þessum þáttum.
Gott dæmi um Flight of the Conchords.
Kvikmyndin Eagle vs Shark fjallar um Lily, treggáfaða stúlku sem vinnur á skyndibitastað. Hún er yfir sig hrifinn af Jarrod, sem leikinn er af Jemaine. Jarrod vinnur í raftækjabúð ekki langt frá skyndibitastað Lily-ar, en hann er tölvunörd og álíka treggáfaður og Lily. Jemaine kemur eitt sinn inn á skyndibitastaðinn og fær afgreiðslu hjá Lily. Hún reynir að hrúga á hann allskonar ókeypis mat en Jarrod lætur stóran skammt af frönskum nægja. Jarrod lætur Lily fá boðskort í partý sem hún á að láta vinnufélaga sinn fá. Lily endar svo á því að mæta sjálf í partýið hans Jarrod. Þema partýsins var að allir áttu að mæta sem sitt uppáhalds dýr. Lily mætir sem hákarl en gestgjafinn Jarrod er í arnarbúningi. Þegar allir eru mættir hefst mót í tölvuleik, sem svipar mjög til Tekken. Gestirnir keppast um það að mæta Jarrod í úrslitaleik. Lily kemur öllum á óvart og vinnur sig inn í úrslitaviðureignina sem hún endar svo á að tapa. Með þessi hefur hún heillað Jarrod og þá er ekkert annað í stöðunni að að byrja saman. Þarna kemur titill myndarinnar.
Þar með fer aðal atburðarrás myndarinnar í gang. Jarrod lenti í slæmu einelti þegar hann var í skóla og hann tilkynnir Lily að hann þurfi að fara aftur til heimabæjarins og jafna sakirnar við eineltisseggina. Þau ferðast því til heimabæjarins og þar kynnist Lily fjölskyldu hans. Þar fáum við að sjá að Jarrod hafði alltaf staðið í skugga bróður síns sem var frábær í öllu. Hann var hins vegar dáinn og hafði faðir Jarrods ekki komist yfir það enn. Jarrod byrjar að æfa fyrir einvígi sitt og í millitíðinni hættir hann með Lily. Þegar Jarrod mætir í einvígið sér hann að óvinur hans er lamaður fyrir neðan mitti og bundinn í hjólastól. Jarrod virðist ætla að sjá að sér og hætta við allt saman en allt í einu leggur hann til atlögu og ræðst á bæklaða manninn. Þetta var ein fyndnasta sena myndarinnar, því Jarrod endar á að tapa slagnum. Í kjölfarið gerist svo eitthvað í hausnum á Jarrod og hann hættir að einbeita sér að því að leita viðurkenningar föður síns. Í ljós kemur svo að samband þeirra Lily-ar hefur styrkst og þau byrja aftur saman.
Ég gat haft gaman af þessari mynd þú hún sé vægt til orða tekið undarleg. Ég hafði virkilega af því að sjá Jemaine í kvikmynd og hann nær að gera þennan karakter alveg fáránlega kjánalega. Það var þó erfitt að horfa á þessa mynd á köflum, vegna þess að helmingurinn af persónunum voru álíka tregar og hæfileikaríkar í samskiptum og Barði Jóhannsson í Band Gang. Samtölin gátu því oft verið löng, hæg og stundum óþægilega pínleg. Maður þarf því að vera í ákveðinni stemingu þegar maður horfir á þessa mynd, létt skap er þar lykilatriði. Maður kæmist ekki langt inn í myndina ef maður ætlaði að horfa á hana með alvarlegu hugarfari. Niðurstaðan er því sú að þessi mynd er alveg ágætis skemmtun en alls ekki mynd sem maður horfir á aftur á aftur. Ætla að ljúka þessu á nokkrum frábærum qoute-um og vel völdum atriðum.
Lily: How did you find out where I live ?
Jarrod : I got my flatmate to ring up your work. Tell them it was an emergency. You probably shouldn't go in there, they think you're dead.
-------
Jarrod : You're a bitch and you're going to die of diabetes!
-------
Jarrod : Now we're all here, I'd just like to say that I'm really happy that we're all together under the same roof. It's always great to come home. And I'd also like to say that this Saturday I will be having a scheduled fight with Eric Elisi, the Samoan...
He was the toughest guy at our school. He used to pick on quite a few people, actually. Anyway, you're all invited to attend, it'd be great to see you there. Thank you.
Símtal
Slagurinn
Nokkur fyndin atriði
Þunglyndið
Thursday, October 29, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hljómar skemmtilega. Skemmtileg færsla líka. 8 stig.
ReplyDelete