Nú þegar kvikmyndahátíðinni RIFF er lokið er ekki úr vegi líta aðeins til baka og fjalla um það sem maður sá. Á RIFF sá ég eftirtaldar myndir og eru þær í röð frá þeirri bestu til hinnar verstu.
1. One Flew Over the Cuckoo‘s Nest (Q-A)
2. Dead Snow
3. Rocky Horror
4. Stingray Sam
5. Another Planet
6. Dog Tooth
7. Red Race
8. Antichrist
9. Prodigal Sons (Q-A)
10. For the Love of Movies (Málþing)
Eins og kannski sést á þessum lista þá voru myndirnar sem ég sá á hátíðinni ekki beint í hæsta gæðaflokki, sbr 5. sæti og niður. Það er því kannski svoldið kaldhæðnislegt að sjá gömlu myndirnar í efstu sætunum en þær stóðu algjörlega fyrir sínu. Það er nú kannski ekki sanngjarnt að bera saman þessar klassísku myndir við hinar myndirnar en fyrir mig þá björguðu þær hátíðnni, þó Dead Snow hafi komi skemmtilega á óvart. Hér á eftir ætla ég að taka nokkrar myndir fyrir, en umfjöllun um Another Planet má sjá í blogginu á undan.
One Flew Over the Cuckoo‘s Nest (1975)
Fyrir mér þá trónir þessi mynd langefst á toppi listans míns. Hinar myndirnar komast ekki með tærnar þangað sem þessi hefur hælana. Svo ég byrji nú á því að viðurkenna það þá var þetta í fyrsta skiptið sem ég sá þessa mynd. Hef ekki ennþá komist að niðurstöðu hvort það hafi verið slæmt eða gott því að sjá hana í fyrsta skipti í stærsta salnum í Háskólabíó, þar sem ótrúleg steming myndaðist í salnum, var sér á báti upplifun. Held ég sé bara feginn að hafa séð hana fyrst þarna frekar en að horfa hana í tölvunni eða 21“ sjónvarpinu mínu. Ég man ekki eftir að hafa labbað útúr bíósal jafn alsæll og ég var þarna, og ekki skemmdi fyrir að meistarinn sjálfur Milos Forman var viðstaddur, tilbúinn að svara spurningum að mynd lokinni.
Jack Nickholson er með stórbrotna frammistöðu í þessari mynd og útfærir karakterinn McMurphy af sinni einstöku snilli. Myndin er gerð eftir skáldsögu Ken Kesey. Milos Forman fer hinsvegar aðra leið í mynd sinni þar sem hann hann segir frá og fylgir í raun mest McMurphy og því sem gerist í kringum hann. Á meðan er skáldsagan sögð frá sjónarhóli þagmælska indjánans. Hvort tveggja hentar í raun sínu formi betur, því eins og Milos sagði sjálfur, þá hefði verið erfitt að búa til mynd og hafa hana algjörlega frá sjónarhóli indjánans. Á sama hátt hefði skáldsagan örugglega ekki fengið að njóta sín jafn vel, ef ekki hefði verið fyrir það að lesandinn fær að heyra hugsanir indjánans, sem hafa ugglaust verið forvitnilegar.
Rocky Horror Picture Show (1975)
Rocky Horror Picture Show er grín-söngleikjamynd sem þarf varla að kynna nánar. Þetta var síðasta myndin sem ég sá á hátíðinni og var það bara fínt að loka þessari hátíð með þessari mynd. Eins og með myndina One Flew Over the Cuckoo‘S Nest þá er ég svolítið ósjóaður og hafði aldrei séð myndina sjálfa, þó ég hafi nú farið á leikritið fyrir nokkrum árum. Ég þekkti því persónurnar og söguþráðinn. Eitt mesta svekkelsi hátíðarinnar var að missa af búningasýningunni á þessari mynd en ég hefði ekki getað komist á hana fyrir mitt litla líf vegna anna í skólanum.
Annars er þessi mynd bara frábær í næstum alla staði. Söguþráðurinn er léttgjéggaður og skemmtilegur. Tónlistin er frábær og skemmtilegustu hlutar myndarinnar eru þegar söngatriðin fara af stað og mynda ótrúlega hresst andrúmsloft.
For the Love of Movies (Málþing)
Ég hugsa að ég sé ekkert að fara of hart í sakirnar þegar ég segi að þetta sé leiðinlegasta mynd sem ég hef á ævinni séð. Hún á allavega sæti á bottom 5 listanum. Þessi mynd er eftir Gerals Peary, þekktan kvikmyndagagnrýnanda. Þetta er hans fyrsta mynd og fjallar hún um sögu kvikmyndagagnrýnar, allt frá því hvernig þetta hófst þegar kvikmyndir fóru fyrst að sjást og hvernig hún hefur þróast í gegnum áratugina. Satt að segja þá var ekkert við þessa mynd sem heillaði mig. Kannski var það vegna þess að ég hef ekki minnstan áhuga á sögu kvikmyndagagnrýni, en þessi mynd náði bara aldrei til mín. Ég hefði haft meiri not af þessari mynd hefði kannski 30 % myndarinnar fjallað um söguna en 70 % um það hvernig það er að vera kvikmyndagagnrýnandi í dag, hvernig á maður að hugsa þegar maður gagnrýnir, hvernig getur maður orðið betri kvikmyndagagnrýnandi o.s.frv. Þó þessi mynd hafi ekki náð til mín gat ég séð andlit í salnum sem fylgdust með með miklum ákáfa og fengu glampa í augun þegar Gerald svaraði spurningum salarins. Þetta sýnir kannski hvað mismunandi áhugasvið hafa mikið að segja þegar kemur að kvikmyndum, en þessi mynd var allavega mín versta reynsla af RIFF þetta árið.
Mér fannst Peary líta svoldið Smart-Ass út þegar hann svaraði spurningunum, kannski hefur hann efni á því. Ég er allavega ekki rétti maðurinn til að dæma um það.
En á RIFF sá ég mikið af athyglisverðum myndum þó þær væru ekkert endilega góðar. Red Race, heimaildamynd um kínverska fimleikakrakka var virkilega athyglisverð þó hún hefði getað verið útfærð á betri hátt. Prodidgal Sons var einnig virkilega áhugaverð og líkist helst Skáldsögu á tímabili. Annars var ég bara mjög sáttur með þessa hátíð og sé ekki eftir að hafa fjárfest í passa.
Saturday, October 3, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég bara trúi ekki að þú setjir Dog Tooth svona neðarlega. Hún var án efa ein af uppgötvunum hátíðarinnar hjá mér. Virkilega, virkilega góð mynd.
ReplyDeleteFín færsla. 7 stig.
ReplyDeleteÉg get ekki kvartað mikið yfir dómi þínum á For the Love of Movies. Sjálfum fannst mér þetta ekki ýkja merkileg mynd...