Sunday, October 18, 2009

Heimavinna

Heimavinna helgarinnar var að lesa handrit af mynd og horfa svo á hana í leiðinni. Ég valdi myndina The Boondock Saints, var að sjá hana í annað skiptið en þó var orðið virkilega langt síðan síðast og var ég búinn að gleyma töluvert miklu. Ég googlaði handritið og fann þar eintak hérna. Ég copyaði það og setti í word og þar var það 100 bls, myndin var ca. 100 mínútur svo 10 bls fyrir 10 mín reglan passaði því ágætlega.

Það var bara nokkuð gaman að gera þetta verkefni. Þetta var ekki ósvipað því og að lesa bók og horfa síðan á myndina sem gerð var eftir bókinni. Samt var reginmunur á þessu tvennu. Í handritinu er allt einhvernveginn myndrænna og samtölin eru aðal framsetningarformið. Í stað ítarlega lýsinga í bókum er leikmyndin notuð í kvikmyndinni. Þess vegna er nóg að segja hvar senan fer fram, t.d. skítugt herbergi, bar eða eitthvað annað. Það eitt gefur mun meiri mynd af aðstæðunum en 1000 orða lýsing í bók.

Tók eftir því að í mínu tilfelli var stundum munur á handriti og kvikmyndinni. Til dæmis er skemmtilegt símtal við móður bræðranna í handritinu sem ekkert bólar svo á í myndinni. Einnig er senunum oft fléttað öðruvísi saman, og eiga sér stað fyrr eða seinna, t.d. þegar Rússajepparnir þrír mæta inn á barinn og þeir félagar tuska þá aðeins til. Það leiðir svo til fyrsta manndráps þeirra bræðra. Það sýnir að handritið er ekki endanlegt form og breytingar eru oft gerðar, eflaust til að fegra myndina, gera hana auðkiljanlegri eða jafnvel flóknari.

Annars var bara mjög gaman að prófa að horfa á mynd með þessari aðferð. Það var gaman að lesa um það hvernig Rocco drap óvart köttinn og ennþá skemmtilegra að sjá það svo gerast í myndinni (kettir eru ekki uppáhaldsdýrin mín). Hugsa þó að ég leggji þetta ekki í vana minn enda virkilega tímafrekt verk.

1 comment: